Japaninn Masazo Nonaka, elsti karlmaður heims, er látinn, 113 ára að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Ashoro á eyjunni Hokkaido í dag. Frá þessu greinir Japan Times.
Hinn 113 ára Nonaka tók formlega við titilinum sem elsti karlmaður heims af Guinness í apríl á síðasta ári, þegar hann var 112 ára og 259 daga gamall. Nonaka kom í heiminn 25. júlí 1905.
Nonaka rak lengi sundlaug, giftist og eignaðist fimm börn. Eiginkona kans og þrjú barna hans eru látin.
Langlífi er þekkt í Japan en sá karlmaður sem náð hefur orðið elstur allra karlmanna var Japaninn Jiroemon Kimura sem lést 12. júní 2013, þá 116 ára og 54 daga gamall.
Í september voru 69.785 Japanir á lífi sem höfðu náð 100 ára aldri. Um 88 prósent þeirra voru konur.
