Sprengingin varð klukkan 20:15 að staðartíma og var bifreiðin sem sprakk stödd á hinni fjölförnu Bishop Street. Lögregla hafði rýmt götuna auk nærliggjandi bygginga, þar með töldu hóteli í nágrenninu. BBC greinir frá því að bílnum, sem notaður var við sprenginguna, hafi verið rænt í borginni nokkru áður.
Norður-írskir stjórnmálamenn hafa fordæmt sprenginguna og sögðu samfélagið í áfalli vegna hennar. Þar á meðal er leiðtogi DUP flokksins Arlene Foster.
This pointless act of terror must be condemned in the strongest terms. Only hurts the people of the City.
Perpetrated by people with no regard for life.
Grateful to our emergency services for their swift actions which helped ensure there have been no fatalities or injuries. https://t.co/IMJ7Dn9rAa
— Arlene Foster (@DUPleader) January 19, 2019