Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 21:15 Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54