Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:09 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00