Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira