Sjúkrahús að fyllast í „menguðustu borg Evrópu“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 17:01 Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Vísir/Getty Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl. Norður-Makedónía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl.
Norður-Makedónía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira