Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 15:58 Hvuttarnir sem voru komnir til að keppa í Willow fara ekki langt í ár. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45