Febrúarspá Siggu Kling – Krabbinn: Þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, stundum ertu ekki viss hvort þú eigir að gleðjast eða gráta og það fer eftir því hvað þú ert búinn að fara yfir mikla erfiðleika eða ekki því það eru þeir sem gera þig sterkari. Ef þú hefur lent í miklum erfiðleikum þá er ansi fátt sem fær þig raunverulega til að gráta, en þú getur orðið pínu leiður og hugsað; þetta er ekki það versta sem hefur komið fyrir í lífi mínu og þannig kemstu yfir það. Þess vegna er hægt að segja við þig að hvert ár gerir líf þitt betra og seinnipartinn í lífi þínu læturðu sannarlega ekkert á þig fá. Núna ertu á tímabili sem er eins og þú sért að keppa í Formúlu 1 en kannt ekkert að keyra bíl, svo allt stressar þig, allt fer í taugarnar á þér og það er eins og þú ofandir. En svo eftir augnablik vaknarðu og sérð að þetta var bara martröð, þessi tími er þannig, eins og martröð en enginn eftirmáli, þú bara vaknar og málin reddast. Það skemmtilega við þig elskan mín er að þú þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu og þú ert akkúrat núna að fara niður þá rennibraut, en það er eitthvað sem þú munt velja þér og ákveða hvaða braut það verður og hvar hún er. Svo láttu þér ekki koma neitt á óvart því þú skelltir þér sjálfur í þessa rennibraut og valdir það. Þú átt vini svo ólíka að einkennum og það er dásamlegt að þú getur aðlagað þig að ólíklegasta fólki sem er mikill hæfileiki og þar af leiðandi eiga eftir að skapast skemmtilegri ævintýri í kringum þig en flesta aðra. Þú ert traustari en allt í ástinni, sérstaklega þegar þú myndar ástarsamband snemma, því þá er eins og enginn getir höggið á þráðinn og löng ástarsambönd eru þér ávallt fyrir bestu, þess vegna segi ég við þig að ef þér finnst grasið ekki grænt heima hjá þér skaltu bara vökva það betur. Ef þú ert á lausu finnst þér þú vera á skíðum sem eru brotin að framan og þú átt svo erfitt að stýra hvert þú ert að fara, staðföst ást við Krabba, ekkert er betra í heiminum en það. Knús og kossar, Kling.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, stundum ertu ekki viss hvort þú eigir að gleðjast eða gráta og það fer eftir því hvað þú ert búinn að fara yfir mikla erfiðleika eða ekki því það eru þeir sem gera þig sterkari. Ef þú hefur lent í miklum erfiðleikum þá er ansi fátt sem fær þig raunverulega til að gráta, en þú getur orðið pínu leiður og hugsað; þetta er ekki það versta sem hefur komið fyrir í lífi mínu og þannig kemstu yfir það. Þess vegna er hægt að segja við þig að hvert ár gerir líf þitt betra og seinnipartinn í lífi þínu læturðu sannarlega ekkert á þig fá. Núna ertu á tímabili sem er eins og þú sért að keppa í Formúlu 1 en kannt ekkert að keyra bíl, svo allt stressar þig, allt fer í taugarnar á þér og það er eins og þú ofandir. En svo eftir augnablik vaknarðu og sérð að þetta var bara martröð, þessi tími er þannig, eins og martröð en enginn eftirmáli, þú bara vaknar og málin reddast. Það skemmtilega við þig elskan mín er að þú þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu og þú ert akkúrat núna að fara niður þá rennibraut, en það er eitthvað sem þú munt velja þér og ákveða hvaða braut það verður og hvar hún er. Svo láttu þér ekki koma neitt á óvart því þú skelltir þér sjálfur í þessa rennibraut og valdir það. Þú átt vini svo ólíka að einkennum og það er dásamlegt að þú getur aðlagað þig að ólíklegasta fólki sem er mikill hæfileiki og þar af leiðandi eiga eftir að skapast skemmtilegri ævintýri í kringum þig en flesta aðra. Þú ert traustari en allt í ástinni, sérstaklega þegar þú myndar ástarsamband snemma, því þá er eins og enginn getir höggið á þráðinn og löng ástarsambönd eru þér ávallt fyrir bestu, þess vegna segi ég við þig að ef þér finnst grasið ekki grænt heima hjá þér skaltu bara vökva það betur. Ef þú ert á lausu finnst þér þú vera á skíðum sem eru brotin að framan og þú átt svo erfitt að stýra hvert þú ert að fara, staðföst ást við Krabba, ekkert er betra í heiminum en það. Knús og kossar, Kling.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira