Fótbolti

Tár féllu er Sala var minnst í Nantes | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn og þjálfari Nantes labba um völlinn eftir leik og minnast Sala með áhorfendum.
Leikmenn og þjálfari Nantes labba um völlinn eftir leik og minnast Sala með áhorfendum. vísir/getty
Nantes spilaði í gær sinn fyrsta leik eftir að fyrrum leikmaður félagsins, Emiliano Sala, hvarf yfir Ermarsundi í flugvél sem átti að flytja hann til Cardiff. Argentínumannsins var eðlilega minnst á vellinum.

Flugvél Sala hvarf fyrir tíu dögum síðan en í vélinni með Sala var flugmaðurinn David Ibbotson.

Leikurinn gegn St. Etienne tók á leikmenn Nantes sem og stuðningsmenn en hann endaði 1-1. Sala var minnst fyrir leik og leikmenn Nantes voru í bolum með nafni hans á. Þar stóð: „Við elskum þig, Emi“.

Fyrir leik var spilað myndband með tilþrifum Sala. Argentínski fáninn og Sala-treflar voru áberandi í stúkunni þar sem mátti sjá mörg tár falla.

Leikurinn var svo stöðvaður á níundu mínútu til þess að minnast Argentínumannsins og var þá klappað í eina mínútu.

Argentína var áberandi í stúkunni.vísir/getty
Við elskum þig, Emi stóð á bolunum.vísir/getty
Allir báru nafn Sala á bakinu.vísir/getty
Þessi risamynd af Sala var í stúkunni fyrir leik.vísir/getty
Þjappa sér saman.vísir/getty
Allir með Sala á bakinu.vísir/getty
Glæsilegur fáni af Sala inn á miðju vallarins fyrir leik.vísir/getty

Tengdar fréttir

Erfiðasta vikan á 40 ára ferli stjóra Arons Einars

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ræddi um atburði síðustu viku við blaðamenn í dag á fjölmiðlafundi fyrir leik Cardiff á móti Arsenal á morgun í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Telja sig hafa fundið brak úr flugvél Sala

Sessur sem fundust við strendur Ermarsundsins eru taldar vera úr flugvélinni sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala var í þegar hún hvarf yfir sundinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×