Bankar keppi á jafnræðisgrunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:23 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00
Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00