Bankar keppi á jafnræðisgrunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:23 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00
Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00