Facebook gerir út njósnaapp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:18 Appið brýtur gegn skilmálum Apple Getty/Towfiqu Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira