Kjarabarátta háskólanema Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. skrifar 30. janúar 2019 17:15 Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar