Vildi drepa sem flesta vantrúaða en engin börn Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2019 11:19 Lögreglan réðst til atlögu gegn mönnunum í morgun. AP/Karsten Schroeder Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun þrjá menn frá Írak sem ætluðu sér að fremja hryðjuverk þar í landi. Saksóknarar segja tvo af mönnunum hafa ákveðið í fyrra að fremja árás með sprengiefnum, skotvopnum og bíl. Þeir munu þó ekki hafa valið sér skotmark enn og voru ekki komnir langt við skipulagningu árásarinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni vinnur lögreglan nú að því uppgötva hvort mennirnir tilheyra hryðjuverkasamtökum.-Mennirnir eru sagðir heita Shahin F og Hersh F og eru þeir báðir 23 ára gamlir. Sá þriðji er sagður vera 36 ára stuðningsmaður þeirra og heita Rauf S. Ekki er búið að opinbera full nöfn þeirra en þeir voru handteknir í Dithmarschen nærri landamærum Danmerkur. Shahin F er sagður hafa skoðað leiðbeiningar á netinu um hvernig búa megi til sprengjur og bað hann tengilið sinn í Bretlandi um að senda sér mikilvægan hlut fyrir sprengjugerðina. Lögreglan í Bretlandi komst þó á snoðir um það og kom í veg fyrir sendinguna. Báðir munu þeir hafa safnað púðri úr flugeldum og báðu þeir Rauf S. um að útvega þeim skotvopn. Þar að auki var annar þeirra að læra að keyra bíl vegna árásarinnar sem þeir vildu framkvæma. Spiegel segir hina meintu hryðjuverkamenn tvo hafa komið til Þýskalands sem flóttamenn árið 2015. Þá hefur fjölmiðillinn þýski eftir heimildarmönnum sínum að annar árásarmannanna hafi sagst vilja myrða sem flesta vantrúaða en engin börn. Hryðjuverk í Evrópu Írak Þýskaland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun þrjá menn frá Írak sem ætluðu sér að fremja hryðjuverk þar í landi. Saksóknarar segja tvo af mönnunum hafa ákveðið í fyrra að fremja árás með sprengiefnum, skotvopnum og bíl. Þeir munu þó ekki hafa valið sér skotmark enn og voru ekki komnir langt við skipulagningu árásarinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni vinnur lögreglan nú að því uppgötva hvort mennirnir tilheyra hryðjuverkasamtökum.-Mennirnir eru sagðir heita Shahin F og Hersh F og eru þeir báðir 23 ára gamlir. Sá þriðji er sagður vera 36 ára stuðningsmaður þeirra og heita Rauf S. Ekki er búið að opinbera full nöfn þeirra en þeir voru handteknir í Dithmarschen nærri landamærum Danmerkur. Shahin F er sagður hafa skoðað leiðbeiningar á netinu um hvernig búa megi til sprengjur og bað hann tengilið sinn í Bretlandi um að senda sér mikilvægan hlut fyrir sprengjugerðina. Lögreglan í Bretlandi komst þó á snoðir um það og kom í veg fyrir sendinguna. Báðir munu þeir hafa safnað púðri úr flugeldum og báðu þeir Rauf S. um að útvega þeim skotvopn. Þar að auki var annar þeirra að læra að keyra bíl vegna árásarinnar sem þeir vildu framkvæma. Spiegel segir hina meintu hryðjuverkamenn tvo hafa komið til Þýskalands sem flóttamenn árið 2015. Þá hefur fjölmiðillinn þýski eftir heimildarmönnum sínum að annar árásarmannanna hafi sagst vilja myrða sem flesta vantrúaða en engin börn.
Hryðjuverk í Evrópu Írak Þýskaland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira