Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 19:20 Warren var vel tekið í Lawrence í Massachusetts í dag. EPA/ CJ Gunther Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21