Dæmdur fyrir að sauma heróín á hvolpa Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:41 Maðurinn ræktaði hundana sjálfur, án tilskilinna leyfa, á búgarði sínum í Medellín. Fíkniefnaeftirlit Bandaríkjanna Kólumbískur dýralæknir var á miðvikudag dæmdur til 72 mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum fyrir dýraníð og eiturlyfjasmygl. Maðurinn, Andres Lopez Elorez, er sagður hafa saumað poka fulla af heróíní, sem var í vökvaformi, við hvolpa sem flytja átti til Bandaríkjanna. Málið á sér langan aðdraganda. Elorez er talinn hafa byrjað að framkvæma aðgerðirnar á dýralæknastofu sinni í kolumbísku borginni Medellín í september árið 2004. Hundana ræktaði hann sjálfur á búgarði sínum og saumaði á maga þeirra poka fulla af fíkniefninu allt fram í ársbyrjun 2015. Þá höfðu yfirvöld fengið veður af starfsemi hans og réðust í húsleit á búgarðinum. Þar fundu lögreglumenn 17 poka af heróíni, næstum þrjú kíló, og var þegar búið að sauma 10 poka á hvolpa. Þrátt fyrir að lögreglumönnum hafi tekist að losa pokana af öllum hvolpunum eru þrír þeirra sagðir hafa fengið sýkingu í sár sín og látist skömmu síðar. Elorez sjálfum tókst hins vegar að sleppa og hélt til Spánar. Þar fór hann huldu höfði allt fram til 2015 þegar lögreglumenn höfðu loks hendur í hári hans. Þremur árum síðar var samþykkt að framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann var leiddur fyrir dómara í New York. Hann dæmdi Elorez til 72 mánaða fangelsisvistar sem fyrr segir en að henni lokinni verður hann aftur sendur til Kólumbíu. Hér að neðan má sjá umfjöllun bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í New Orleans um málið. Bandaríkin Dýr Kólumbía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kólumbískur dýralæknir var á miðvikudag dæmdur til 72 mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum fyrir dýraníð og eiturlyfjasmygl. Maðurinn, Andres Lopez Elorez, er sagður hafa saumað poka fulla af heróíní, sem var í vökvaformi, við hvolpa sem flytja átti til Bandaríkjanna. Málið á sér langan aðdraganda. Elorez er talinn hafa byrjað að framkvæma aðgerðirnar á dýralæknastofu sinni í kolumbísku borginni Medellín í september árið 2004. Hundana ræktaði hann sjálfur á búgarði sínum og saumaði á maga þeirra poka fulla af fíkniefninu allt fram í ársbyrjun 2015. Þá höfðu yfirvöld fengið veður af starfsemi hans og réðust í húsleit á búgarðinum. Þar fundu lögreglumenn 17 poka af heróíni, næstum þrjú kíló, og var þegar búið að sauma 10 poka á hvolpa. Þrátt fyrir að lögreglumönnum hafi tekist að losa pokana af öllum hvolpunum eru þrír þeirra sagðir hafa fengið sýkingu í sár sín og látist skömmu síðar. Elorez sjálfum tókst hins vegar að sleppa og hélt til Spánar. Þar fór hann huldu höfði allt fram til 2015 þegar lögreglumenn höfðu loks hendur í hári hans. Þremur árum síðar var samþykkt að framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann var leiddur fyrir dómara í New York. Hann dæmdi Elorez til 72 mánaða fangelsisvistar sem fyrr segir en að henni lokinni verður hann aftur sendur til Kólumbíu. Hér að neðan má sjá umfjöllun bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í New Orleans um málið.
Bandaríkin Dýr Kólumbía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira