Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00