Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lengi reynt að benda stjórnvöldum á slæma stöðu ÍSP. Fréttablaðið/Stefán Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00