Fjöldamorðinginn McArthur hlaut lífstíðardóm Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 18:35 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hlaut í dag lífstíðardóm fyrir átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC. Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC.
Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54