Fjöldamorðinginn McArthur hlaut lífstíðardóm Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 18:35 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hlaut í dag lífstíðardóm fyrir átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC. Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC.
Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54