Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 07:52 Bezos segir National Enquirer hafa hótað sér með birtingu nektarmynda. Vísir/EPA Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33