Vilja greiða 9,9 milljarða arð til hluthafa Landsbankans Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:49 Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. vísir/vilhelm Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins. Íslenskir bankar Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins.
Íslenskir bankar Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira