Vilja greiða 9,9 milljarða arð til hluthafa Landsbankans Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:49 Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. vísir/vilhelm Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins. Íslenskir bankar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins.
Íslenskir bankar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent