Loka fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og segja upp starfsfólki Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 14:56 Síldarvinnslan í Helguvík hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Vísir/vilhelm Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira