Flugvélarannsóknarnefnd Bretlands hefur staðfest að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem argentínski fótboltamaðurinn Emiliano Sala hrapaði í er komið á fast land.
Eftir að brakið fannst fyrir utan eyjuna Guernsey var aðgerð sett af stað til að ná í líkið sem vitað var að væri í vélinni og fór hún fram seint í gærkvöldi við erfiðar aðstæður. BBC greinir frá.
Segir að reynt að var að ná í líkið á eins heiðvirðan máta og mögulegt var miðað við aðstæður en fjölskyldur beggja mannanna, Sala og flugmannsins David Ibbotson, fengu reglulega uppfærslu af stöðu mála.
Piper Malibu N264DB-vélin var á leið frá Frakklandi til Cardiff þar sem Argentínumaðurinn var búinn að skrifa undir samning eftir fimmtán milljóna punda kaup argentínska félagsins á framherjanum tveimur dögum áður.
David Ibbotson, 59 ára gamall flugmaður, flaug vélinni þegar að hún hrapaði 21. janúar en hún fannst eftir að hafrannsóknarfræðingurinn David Mearns fór fyrir leit sem kostuð var af einkaaðilum, þar á meðal stjörnum úr fótboltaheiminum.
Það á svo eftir að gefa út hvort líkið sem fannst er af Sala eða Ibbotson.
Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar
Tengdar fréttir
Leitin að Sala og Ibbotson heldur áfram
Leit að Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson hefur verið hafin á nýjan leik, um tveimur vikum síðan flugvél með þá tvo innanborðs hvarf af ratsjám.
Tilfinningaþrunginn sigur Cardiff í fyrsta heimaleiknum eftir flugslys Sala
Cardiff vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í rúman mánuð er liðið vann 2-0 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag.
Búið að finna lík í flugvélarbrakinu
Eitt lík hefur fundist í braki flugvélarinnar sem Emiliano Sala var um borð í og hvarf yfir Ermarsundi í lok janúar.
Flugvélabrak Sala fundið
Tíðindi af leitinni af Sala og flugmanninum.