Njósnari með skyggnigáfu? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun