Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar 4. nóvember 2025 11:30 Ég birti grein í síðustu viku þar sem ég reiknaði einföld dæmi um þann ótrúlega mun sem er á evruvöxtum og krónuvöxtum. Ekkert eitt atriði hækkar íbúðaverð jafnmikið á byggingarstigi og vaxtakostnaður verktaka á byggingartíma. Munurinn á húsnæðislánum fyrir venjulegt fólk á Íslandi og í Evrópu hleypur á milljóna tugum. Mánaðarlegar útborganir eru nær tvöfalt hærri. Ísland á áratugalanga sögu um gengis- og vaxtasveiflur. Í það minnsta önnur hver kynslóð lendir í hrikalegri stöðu við að koma sér inn á húsnæðismarkað. Núverandi kynslóð er því miður ein af þeim. Skila talsmenn atvinnulífs og launafólks auðu? Í þessu ljósi er magnað að ýmsir talsmenn atvinnulífs og jafnvel verkalýðsfélaga virðast vilja láta nægja að taka á stöðunni í núinu. Það er vissulega mikilvægt og nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar er mikilvægur líður í því. Með því að horfast ekki í augu við kerfisbundna krónu-vandann sem er undirliggjandi er hins vegar verið að segja það með öðrum orðum að viðkomandi séu sátt við íslenska vexti og vaxtakostnað. Með öðrum orðum að við eigum að sigla í sama ofur-vaxta sjó um alla framtíð, upp og niður hina ýktu efnahagslegu öldudali íslenska hagkerfisins. Hverjar eru tölurnar fyrir þig? Milljónatugir á hverja íbúð. Skoðum áhrifin á ungt fólk og húsnæðiskaupendur. Ítarleit á evrusvæðinu sýnir að meðalvextir á húsnæðislánum eru 3,3%, óverðtryggt. Á Íslandi er meðaltalið nú 9,15% óverðtryggt. Verðtryggðu lánin (þar sem yfir höfuð er hægt að fá þau) eru 4-5 prósent ofan á verðbólgu. Ef við berum saman mánaðarlegar greiðslur og heildargreiðslur á óverðtryggðum evrulánunum og krónulánunum eru tölurnar þessar. Miðað við mánaðarlegar greiðslur af 60 milljóna króna láni til 25 ára eru mánaðarlegar greiðslur 509.000 kr. af krónuláninu en 293.000 kr af evruláninu. Þá er miðað við jafnar greiðslur (annuitets greiðslur) einsog er algengt í íbúðalánum. Heildargreiðslur af 60 milljóna krónuláninu eru 152 milljónir króna á 25 árum. Sama fjölskylda hefði greitt 88 milljónir í heild af evruláninu. Munurinn er 64 milljónir eða 70%. Heildarvextirnir sem greiddir eru af evruláninu eru 28 milljónir en 92,7 milljónir af krónuláninu. Þetta geta allir sannreynt með aðgangi að lánareiknum eða hvaða gervigreindarforriti sem er. Vaxtakostnaður verktaka er klikk Kjörin sem verktökum bjóðast til framkvæmdalána eru ekki síður sláandi. Á evrusvæðinu eru óverðtryggðir vextir til einyrkja og smærri fyrirtækja um 3,95%, óverðtryggt. Upplýsingar um þessi skammtímalán eru mjög aðgengileg hjá Seðlabanka Evrópu. Ekki er eins mikið gagnsæi hér heima. Ætla mætti að kjörin sem biðust á Íslandi væru um 11-12%, miðað við stýrivexti. Það er þó aðeins í undantekningatilvikum. Samtök iðnaðarins hafa staðfest að algengir vextir af framkvæmdalánum til verktaka eru 16% hjá íslenskum bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum. Hvaða áhrif hefur þessi munur á fjármagnskostnað á byggingatíma? Miðað við 40 milljóna króna lán vegna framkvæmdar sem stendur í tvö og hálft ár eru evruvextirnir 3,9 milljónir en 12 milljónir af krónuláninu, miðað við 12% vexti. Kostnaðurinn er 16 milljónir ef krónuvextirnir eru 16% sem er miklu algengara. Með öðrum orðum leggst fjórfaldur fjármagnskostnaður ofan á byggingarkostnað íbúðar á Íslandi miðað við evrusvæðið. Af hverju er þetta ekki meira rætt? Samtök iðnaðarins eru öflug samtök og hafa barist fyrir fjölmörgu fyrir sína félagsmenn, en ótrúlega lítið fyrir lægri vöxtum. Þó segja félagsmenn í byggingariðnaði í könnun sem birt er á heimasíðu samtakanna að hár fjármagnskostnaður sinn helsta vanda. Alls 85% verktaka sögðu að háir vextir væru að hægja á íbúðauppbyggingu hjá sér. Og 95% verktaka sögðu háa vexti hægja á sölu íbúða og þar með sliga fyrirtækin. Á ekki bara að bíða? Það getur enginn neitað þeim gríðarlegu hagsmunum sem almenningur og fyrirtæki eiga undir því að evruvextir leysi krónuvexti af hólmi á Íslandi. Í því ljósi eru viðbrögð merkilegra margra í íslenskri umræðu merkileg. Það þýði ekkert að tala um evruna. Um hana séu skiptar skoðanir. Það þurfi tíma til undirbúnings og innleiðingarferlið geti jafnvel verið sex til átta ár. Það eru til lóðir og byggingarreitir sem hafa tekið lengri tíma í undirbúningi og mætti allt eins segja að aldrei ætti að ráðast í þá miklu og flóknu vinnu vegna þess. Mörg þúsund slíkar íbúðir hafa þó risið og rísa enn. Þjóðir sem fóru í evru-leiðangur eftir að við byrjuðum að fresta þessari umræðu hjá okkur fyrir meira en tíu árum eru komnar með evru. En við Íslendingar sitjum eftir og borgum fyrir það, miklu miklu hærri reikninga og fjármagnskostnað á öllum sviðum. Ekki aðeins í húsnæðismálum og byggingariðnaði. Er ekki mál að linni? Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Íslenska krónan Fjármál heimilisins Utanríkismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég birti grein í síðustu viku þar sem ég reiknaði einföld dæmi um þann ótrúlega mun sem er á evruvöxtum og krónuvöxtum. Ekkert eitt atriði hækkar íbúðaverð jafnmikið á byggingarstigi og vaxtakostnaður verktaka á byggingartíma. Munurinn á húsnæðislánum fyrir venjulegt fólk á Íslandi og í Evrópu hleypur á milljóna tugum. Mánaðarlegar útborganir eru nær tvöfalt hærri. Ísland á áratugalanga sögu um gengis- og vaxtasveiflur. Í það minnsta önnur hver kynslóð lendir í hrikalegri stöðu við að koma sér inn á húsnæðismarkað. Núverandi kynslóð er því miður ein af þeim. Skila talsmenn atvinnulífs og launafólks auðu? Í þessu ljósi er magnað að ýmsir talsmenn atvinnulífs og jafnvel verkalýðsfélaga virðast vilja láta nægja að taka á stöðunni í núinu. Það er vissulega mikilvægt og nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar er mikilvægur líður í því. Með því að horfast ekki í augu við kerfisbundna krónu-vandann sem er undirliggjandi er hins vegar verið að segja það með öðrum orðum að viðkomandi séu sátt við íslenska vexti og vaxtakostnað. Með öðrum orðum að við eigum að sigla í sama ofur-vaxta sjó um alla framtíð, upp og niður hina ýktu efnahagslegu öldudali íslenska hagkerfisins. Hverjar eru tölurnar fyrir þig? Milljónatugir á hverja íbúð. Skoðum áhrifin á ungt fólk og húsnæðiskaupendur. Ítarleit á evrusvæðinu sýnir að meðalvextir á húsnæðislánum eru 3,3%, óverðtryggt. Á Íslandi er meðaltalið nú 9,15% óverðtryggt. Verðtryggðu lánin (þar sem yfir höfuð er hægt að fá þau) eru 4-5 prósent ofan á verðbólgu. Ef við berum saman mánaðarlegar greiðslur og heildargreiðslur á óverðtryggðum evrulánunum og krónulánunum eru tölurnar þessar. Miðað við mánaðarlegar greiðslur af 60 milljóna króna láni til 25 ára eru mánaðarlegar greiðslur 509.000 kr. af krónuláninu en 293.000 kr af evruláninu. Þá er miðað við jafnar greiðslur (annuitets greiðslur) einsog er algengt í íbúðalánum. Heildargreiðslur af 60 milljóna krónuláninu eru 152 milljónir króna á 25 árum. Sama fjölskylda hefði greitt 88 milljónir í heild af evruláninu. Munurinn er 64 milljónir eða 70%. Heildarvextirnir sem greiddir eru af evruláninu eru 28 milljónir en 92,7 milljónir af krónuláninu. Þetta geta allir sannreynt með aðgangi að lánareiknum eða hvaða gervigreindarforriti sem er. Vaxtakostnaður verktaka er klikk Kjörin sem verktökum bjóðast til framkvæmdalána eru ekki síður sláandi. Á evrusvæðinu eru óverðtryggðir vextir til einyrkja og smærri fyrirtækja um 3,95%, óverðtryggt. Upplýsingar um þessi skammtímalán eru mjög aðgengileg hjá Seðlabanka Evrópu. Ekki er eins mikið gagnsæi hér heima. Ætla mætti að kjörin sem biðust á Íslandi væru um 11-12%, miðað við stýrivexti. Það er þó aðeins í undantekningatilvikum. Samtök iðnaðarins hafa staðfest að algengir vextir af framkvæmdalánum til verktaka eru 16% hjá íslenskum bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum. Hvaða áhrif hefur þessi munur á fjármagnskostnað á byggingatíma? Miðað við 40 milljóna króna lán vegna framkvæmdar sem stendur í tvö og hálft ár eru evruvextirnir 3,9 milljónir en 12 milljónir af krónuláninu, miðað við 12% vexti. Kostnaðurinn er 16 milljónir ef krónuvextirnir eru 16% sem er miklu algengara. Með öðrum orðum leggst fjórfaldur fjármagnskostnaður ofan á byggingarkostnað íbúðar á Íslandi miðað við evrusvæðið. Af hverju er þetta ekki meira rætt? Samtök iðnaðarins eru öflug samtök og hafa barist fyrir fjölmörgu fyrir sína félagsmenn, en ótrúlega lítið fyrir lægri vöxtum. Þó segja félagsmenn í byggingariðnaði í könnun sem birt er á heimasíðu samtakanna að hár fjármagnskostnaður sinn helsta vanda. Alls 85% verktaka sögðu að háir vextir væru að hægja á íbúðauppbyggingu hjá sér. Og 95% verktaka sögðu háa vexti hægja á sölu íbúða og þar með sliga fyrirtækin. Á ekki bara að bíða? Það getur enginn neitað þeim gríðarlegu hagsmunum sem almenningur og fyrirtæki eiga undir því að evruvextir leysi krónuvexti af hólmi á Íslandi. Í því ljósi eru viðbrögð merkilegra margra í íslenskri umræðu merkileg. Það þýði ekkert að tala um evruna. Um hana séu skiptar skoðanir. Það þurfi tíma til undirbúnings og innleiðingarferlið geti jafnvel verið sex til átta ár. Það eru til lóðir og byggingarreitir sem hafa tekið lengri tíma í undirbúningi og mætti allt eins segja að aldrei ætti að ráðast í þá miklu og flóknu vinnu vegna þess. Mörg þúsund slíkar íbúðir hafa þó risið og rísa enn. Þjóðir sem fóru í evru-leiðangur eftir að við byrjuðum að fresta þessari umræðu hjá okkur fyrir meira en tíu árum eru komnar með evru. En við Íslendingar sitjum eftir og borgum fyrir það, miklu miklu hærri reikninga og fjármagnskostnað á öllum sviðum. Ekki aðeins í húsnæðismálum og byggingariðnaði. Er ekki mál að linni? Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun