Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:30 Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun