Brynjar hafnaði boði Stígamóta: „Þekki þeirra starfsemi mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 18:26 Brynjar Níelsson segist þekkja vel til starfsemi Stígamóta. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent