Brynjar hafnaði boði Stígamóta: „Þekki þeirra starfsemi mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 18:26 Brynjar Níelsson segist þekkja vel til starfsemi Stígamóta. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45