Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Hörður Ægisson skrifar 6. febrúar 2019 06:30 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels en stjórnendur vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira