Blankfein fær ekki bónusinn strax Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Lloyd Blankfein, fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs. Nordicphotos/Getty Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira