Bill Gross hættur störfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 09:00 Bill Gross, betur þekktur sem kóngur skuldabréfanna. Nordicphotos/Getty Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira