Innlent

Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum

Samúel Karl Ólason skrifar
Um fjórar milljónir króna söfnuðust í hlutafé og hluthafar eru tæplega sjötíu talsins
Um fjórar milljónir króna söfnuðust í hlutafé og hluthafar eru tæplega sjötíu talsins
Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. Íbúar hafa þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi síðan þá, þar sem ekki er mokað þar að mestu frá áramótum til 20. mars.

Í tilkynningu segir afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.

Þá segir að um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé og að hluthafar séu tæplega sjötíu talsins. Hundrað þúsund króna hámark var sett á hlutafjárkaup með því markmiði að tryggja dreifða eignaraðild.

Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði verslunarinnar í Norðurfirði. Í tilkynningunni segir enn fremur að góð mæting hafi verið á fundinn og þar hafi ríkt bjartsýni.

Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan opnunartíma strax á vormánuðum og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×