Crossfit kempa gengur til liðs við Völku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:49 Leifur Geir er kominn á bólakaf í hátæknilausnir fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku.
Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
"Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53
Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53
Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05
Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25