Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Áætlað er að viðbygging við flutningamiðstöð Póstsins kosti 698 milljónir en upphaflega var stefnt að allt að 2,2 milljarða framkvæmd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. Vísbendingar eru um að skýringar Íslandspósts ohf. (ÍSP) á lausafjárvanda félagsins séu ekki fullkomlega réttar. Ýmislegt bendir til að fjárfestingar í dótturfélögum, offjárfestingar í byggingum og vanáætlaðar gjaldskrár samkeppnisrekstrar eigi nokkurn þátt í því. Málefni ÍSP hafa reglulega dúkkað upp eftir að fyrirtækið leitaði á náðir ríkisins til að bregðast við lausafjárskorti. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til að forða fyrirtækinu frá þroti. Af þeirri upphæð hefur félagið nú þegar fengið 500 milljónir króna. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið muni geta endurgreitt þá upphæð. Af fundargerðum stjórnar ÍSP, sem Fréttablaðið fékk afrit af, má ráða að vandinn hafi lengi blasað við. Fundargerðirnar sem Fréttablaðið fékk ná aftur til ársbyrjunar 2013 en þá voru opinber fyrirtæki færð undir gildissvið upplýsingalaga. Í fundargerðunum verður stjórn og stjórnendum tíðrætt um sinnuleysi hins opinbera. „Forstjóri sagði erfitt að koma upplýsingum um alvarlega stöðu ÍSP til skila til þeirra sem fjalla um rekstrarumhverfi félagsins. Stjórn lýsti yfir þungum áhyggjum af alvarlegri rekstrarstöðu fyrirtækisins og óskiljanlegu sinnuleysi eigenda og eftirlitsaðila gagnvart henni,“ segir í fundargerð frá því í ágúst 2013. Á fundi tveimur mánuðum síðar tíundaði forstjórinn Ingimundur Sigurpálsson slæma lausafjárstöðu. Fyrirséð væri að um áramótin 2013-14 þyrfti ÍSP 300 milljóna króna yfirdrátt til að ná endum saman. Slíkt væri „fordæmalaust“ enda væri staða ÍSP jafnan sterkust í lok desember. Félagið hefur sagt að sökudólgarnir séu fækkun bréfa innan einkaréttar, afgreiðslutregða stjórnvalda á gjaldskrárhækkunum og fjölgun erlendra sendinga. Ársreikningar fyrirtækisins og önnur gögn benda á móti til að þar sé ekki öll sagan sögð.Hagnaður verið af einkarétti Á árunum 2013-17 nam hagnaður ÍSP af einkaréttarbréfum minnst 870 milljónum króna. Mögulegt er þó að sú upphæð sé hærri þar sem hluti afkomunnar er færður undir liðnum eignarekstur. Þar er hluti einkaréttarins ekki tíundaður sérstaklega. Nær allan hluta hagnaðarins má rekja til áranna 2016 og 2017. Svo mikill var hann að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) íhugaði að afturkalla verðskrárákvörðun sína en samkvæmt póstþjónustulögum skal gjaldskráin taka mið af „raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði“. Til að gjaldskrár einkaréttar geti tekið gildi þarf PFS að staðfesta þær. Úr fundargerðunum má lesa að það fari verulega í taugarnar á fundarmönnum hve lengi PFS er að bregðast við beiðnum um hækkanir. Í athugasemdum við skýrslu um mat á rekstrarskilyrðum ÍSP, sem er frá desember 2014, segir stofnunin hins vegar að meðalafgreiðslutími hennar sé þrettán virkir dagar. ÍSP hafði á móti haldið því fram að það tæki frá tveimur mánuðum og upp í hálft ár fyrir stofnunina að bregðast við. Í athugasemdum PFS kom fram að þann drátt mætti rekja til þess hve lengi ÍSP væri að skila nauðsynlegum gögnum svo unnt væri að taka ákvörðun. Niðurgreitt frá útlöndum Að endingu ber að nefna erlendu sendingarnar en ÍSP hefur sagt að óhagstæðir alþjóðlegir endastöðvasamningar geri fyrirtækinu erfitt fyrir. Afkomu þeirra sendinga er að finna undir samkeppni innan alþjónustu og var afkoman árin 2013-17 tæpra 3,2 milljarða tap. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess hluta er færður er undir eignarekstur. Það er þó ekki svo að allt það tap megi rekja til erlendra sendinga. Í yfirliti PFS um bókhaldslegan aðskilnað PFS fyrir árið 2016 kom fram að 649 milljónir af 791 milljónar tapi mætti rekja til erlendra sendinga. Það þýðir að tap á innanlandsmarkaði nam rúmum 142 milljónum. Þá kemur fram í fundargerð stjórnar frá maí 2016 að áætlað sé að meðgjöf með „Kínasendingum“ muni nema um 400 milljónum króna á árinu. Það gefur vísbendingar um, jafnvel þó gert sé ráð fyrir að sú upphæð hafi verið vanáætluð, að tap hafi verið á sendingum frá löndum sem ekki teljast til þróunarríkja samkvæmt endastöðvasamningnum. Með öðrum orðum, mögulegt er að einhver ríki viðurkenni ekki yfirbyggingarkostnað ÍSP. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þessu tapi ÍSP niður á þróunarríki, önnur erlend ríki og innanlandsmarkað. Svar fékkst ekki þar sem um samkeppnismarkað er að ræða. Fréttablaðið spurði einnig af hverju ÍSP hefði ekki brugðist við þessu tapi með því að velta kostnaðinum yfir á þá sem panta sendingar að utan í stað þess að taka kostnaðinn á sig. Í svari ÍSP kom fram að fyrirtækið teldi slíkt í andstöðu við endastöðvasamningana. Sambærilegri fyrirspurn var beint til PFS og samgönguráðuneytisins en svar hefur ekki borist. Þessi afstaða vekur athygli í ljósi þess að í frumvarpi til nýrra póstþjónustulaga, sem er til meðferðar á Alþingi, er gert ráð fyrir því að skylt verði að líta til þessa kostnaðar við setningu gjaldskrár fyrir alþjónustu. Ákvæðið er að öðru leyti samhljóða eldra ákvæði. Það getur þýtt tvennt, annaðhvort var ÍSP heimilt allan þennan tíma að velta kostnaðinum á neytendur eða að nýja frumvarpið er í andstöðu við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.Nánar verður fjallað um fjárhag, fjárfestingar og fundargerðir ÍSP í Fréttablaðinu næstu daga. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. 13. desember 2018 21:00 Afskráðu ePóst án samþykkis Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða. 4. janúar 2019 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. Vísbendingar eru um að skýringar Íslandspósts ohf. (ÍSP) á lausafjárvanda félagsins séu ekki fullkomlega réttar. Ýmislegt bendir til að fjárfestingar í dótturfélögum, offjárfestingar í byggingum og vanáætlaðar gjaldskrár samkeppnisrekstrar eigi nokkurn þátt í því. Málefni ÍSP hafa reglulega dúkkað upp eftir að fyrirtækið leitaði á náðir ríkisins til að bregðast við lausafjárskorti. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til að forða fyrirtækinu frá þroti. Af þeirri upphæð hefur félagið nú þegar fengið 500 milljónir króna. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið muni geta endurgreitt þá upphæð. Af fundargerðum stjórnar ÍSP, sem Fréttablaðið fékk afrit af, má ráða að vandinn hafi lengi blasað við. Fundargerðirnar sem Fréttablaðið fékk ná aftur til ársbyrjunar 2013 en þá voru opinber fyrirtæki færð undir gildissvið upplýsingalaga. Í fundargerðunum verður stjórn og stjórnendum tíðrætt um sinnuleysi hins opinbera. „Forstjóri sagði erfitt að koma upplýsingum um alvarlega stöðu ÍSP til skila til þeirra sem fjalla um rekstrarumhverfi félagsins. Stjórn lýsti yfir þungum áhyggjum af alvarlegri rekstrarstöðu fyrirtækisins og óskiljanlegu sinnuleysi eigenda og eftirlitsaðila gagnvart henni,“ segir í fundargerð frá því í ágúst 2013. Á fundi tveimur mánuðum síðar tíundaði forstjórinn Ingimundur Sigurpálsson slæma lausafjárstöðu. Fyrirséð væri að um áramótin 2013-14 þyrfti ÍSP 300 milljóna króna yfirdrátt til að ná endum saman. Slíkt væri „fordæmalaust“ enda væri staða ÍSP jafnan sterkust í lok desember. Félagið hefur sagt að sökudólgarnir séu fækkun bréfa innan einkaréttar, afgreiðslutregða stjórnvalda á gjaldskrárhækkunum og fjölgun erlendra sendinga. Ársreikningar fyrirtækisins og önnur gögn benda á móti til að þar sé ekki öll sagan sögð.Hagnaður verið af einkarétti Á árunum 2013-17 nam hagnaður ÍSP af einkaréttarbréfum minnst 870 milljónum króna. Mögulegt er þó að sú upphæð sé hærri þar sem hluti afkomunnar er færður undir liðnum eignarekstur. Þar er hluti einkaréttarins ekki tíundaður sérstaklega. Nær allan hluta hagnaðarins má rekja til áranna 2016 og 2017. Svo mikill var hann að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) íhugaði að afturkalla verðskrárákvörðun sína en samkvæmt póstþjónustulögum skal gjaldskráin taka mið af „raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði“. Til að gjaldskrár einkaréttar geti tekið gildi þarf PFS að staðfesta þær. Úr fundargerðunum má lesa að það fari verulega í taugarnar á fundarmönnum hve lengi PFS er að bregðast við beiðnum um hækkanir. Í athugasemdum við skýrslu um mat á rekstrarskilyrðum ÍSP, sem er frá desember 2014, segir stofnunin hins vegar að meðalafgreiðslutími hennar sé þrettán virkir dagar. ÍSP hafði á móti haldið því fram að það tæki frá tveimur mánuðum og upp í hálft ár fyrir stofnunina að bregðast við. Í athugasemdum PFS kom fram að þann drátt mætti rekja til þess hve lengi ÍSP væri að skila nauðsynlegum gögnum svo unnt væri að taka ákvörðun. Niðurgreitt frá útlöndum Að endingu ber að nefna erlendu sendingarnar en ÍSP hefur sagt að óhagstæðir alþjóðlegir endastöðvasamningar geri fyrirtækinu erfitt fyrir. Afkomu þeirra sendinga er að finna undir samkeppni innan alþjónustu og var afkoman árin 2013-17 tæpra 3,2 milljarða tap. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess hluta er færður er undir eignarekstur. Það er þó ekki svo að allt það tap megi rekja til erlendra sendinga. Í yfirliti PFS um bókhaldslegan aðskilnað PFS fyrir árið 2016 kom fram að 649 milljónir af 791 milljónar tapi mætti rekja til erlendra sendinga. Það þýðir að tap á innanlandsmarkaði nam rúmum 142 milljónum. Þá kemur fram í fundargerð stjórnar frá maí 2016 að áætlað sé að meðgjöf með „Kínasendingum“ muni nema um 400 milljónum króna á árinu. Það gefur vísbendingar um, jafnvel þó gert sé ráð fyrir að sú upphæð hafi verið vanáætluð, að tap hafi verið á sendingum frá löndum sem ekki teljast til þróunarríkja samkvæmt endastöðvasamningnum. Með öðrum orðum, mögulegt er að einhver ríki viðurkenni ekki yfirbyggingarkostnað ÍSP. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þessu tapi ÍSP niður á þróunarríki, önnur erlend ríki og innanlandsmarkað. Svar fékkst ekki þar sem um samkeppnismarkað er að ræða. Fréttablaðið spurði einnig af hverju ÍSP hefði ekki brugðist við þessu tapi með því að velta kostnaðinum yfir á þá sem panta sendingar að utan í stað þess að taka kostnaðinn á sig. Í svari ÍSP kom fram að fyrirtækið teldi slíkt í andstöðu við endastöðvasamningana. Sambærilegri fyrirspurn var beint til PFS og samgönguráðuneytisins en svar hefur ekki borist. Þessi afstaða vekur athygli í ljósi þess að í frumvarpi til nýrra póstþjónustulaga, sem er til meðferðar á Alþingi, er gert ráð fyrir því að skylt verði að líta til þessa kostnaðar við setningu gjaldskrár fyrir alþjónustu. Ákvæðið er að öðru leyti samhljóða eldra ákvæði. Það getur þýtt tvennt, annaðhvort var ÍSP heimilt allan þennan tíma að velta kostnaðinum á neytendur eða að nýja frumvarpið er í andstöðu við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.Nánar verður fjallað um fjárhag, fjárfestingar og fundargerðir ÍSP í Fréttablaðinu næstu daga.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. 13. desember 2018 21:00 Afskráðu ePóst án samþykkis Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða. 4. janúar 2019 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. 13. desember 2018 21:00
Afskráðu ePóst án samþykkis Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða. 4. janúar 2019 06:15