Fótbolti

Flugvélabrak Sala fundið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sala var minnst víðs vegar um knattspyrnuheiminn um helgina.
Sala var minnst víðs vegar um knattspyrnuheiminn um helgina. vísir/getty
Flugvélin sem Emiliano Sala, framherji Cardiff, ferðaðist með frá Frakklandi til Wales en fórst yfir Ermasundi fannst í dag.

Fjölskyldumeðlimur greindi frá þessu í dag en leitarbátur fann brakið á sjávarbotni í morgun. Þetta staðfestir David Mearns sem var yfir leitinni af Sala og flugmanninum.

Flugvélin hvarf yfir Ermasundi þann 22. janúar en Sala var á leið til Wales þar sem hann hafði skrifað undir samning við Cardiff nokkrum dögum áður.

Hann varð dýrasti leikmaður í sögunni hjá Cardiff er hann var keyptur fyrir fimmtán milljónir punda áður en flugvél með honum og flugmanninum David Ibbotson fórst yfir Ermasundi, eins og áður sagði.




Tengdar fréttir

Leitin að Sala og Ibbotson heldur áfram

Leit að Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson hefur verið hafin á nýjan leik, um tveimur vikum síðan flugvél með þá tvo innanborðs hvarf af ratsjám.

Tár féllu er Sala var minnst í Nantes | Myndir

Nantes spilaði í gær sinn fyrsta leik eftir að fyrrum leikmaður félagsins, Emiliano Sala, hvarf yfir Ermarsundi í flugvél sem átti að flytja hann til Cardiff. Argentínumannsins var eðlilega minnst á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×