Sport

Mahomes mikilvægastur í NFL deildinni í ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mahomes átti stórkostlegt tímabil
Mahomes átti stórkostlegt tímabil vísir/getty
Íslandsvinurinn Patrick Mahomes var mikilvægasti leikmaður (e. most valuable player) NFL deildarinnar á þessu tímabili. Hann var einnig nefndur sóknarmaður ársins.

Leikstjórnandinn Mahomes fór fyrir sókn Kansas City Chiefs sem rötuðu alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en töpuðu þar fyrir New England Patriots og rétt misstu af sæti í leiknum um Ofurskálina.

Sjá einnig:Nýjasta ofurstjarna NFL-deildarinnar gisti í blokk í Mosfellsbæ fyrir ári síðan

Hann kastaði fyrir 5097 jördum og 50 snertimörkum á tímabilinu, sem er betra en nokkur annar leikstjórnandi. Mahomes er fyrsti leikmaður Kansas sem er valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar og sá yngsti síðan Dan Marino var valinn árið 1984.

Þetta er sjötta árið í röð sem leikstjórnandi er valinn mikilvægastur.







Aaron Donald var valinn varnarmaður ársins annað árið í röð. Hann þarf að standa undir nafni í nótt þegar lið hans Los Angeles Rams mætir Tom Brady og félögum í New England Patriots í leiknum um Ofurskálina.

Saquon Barkley var valinn sóknarnýliði ársins og Darius Leonard varnarnýliði ársins.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×