Fullt út úr dyrum á „yndislegu“ Þorrablóti Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2019 17:45 Þorsteinn Sæmundsson fór á kostum sem veislustjóri að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem var með flott útsýni á fremsta bekk. Snorri Þorvaldsson Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni. Þorrablót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni.
Þorrablót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira