Minni þolinmæði gagnvart ökumönnum sem leggja illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 16:18 Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Vísir/Egill Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega. Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega.
Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00
Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30