Minni þolinmæði gagnvart ökumönnum sem leggja illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 16:18 Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Vísir/Egill Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega. Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Samskipti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og árvökulla netverja á Twitter hafa vakið athygli og þá ekki síst á meðal þeirra sem stunda bíllausan lífsstíl. Þegar netverjar bentu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á bíla sem var lagt ólöglega sagði fulltrúi lögreglunnar að þrátt fyrir að það mætti ekki leggja ólöglega „hljóti að vera ákveðið svigrúm meðan svona er“ og vísaði til hálkunnar og snævarins sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga. Fulltrúinn sagði að eigendur bíla væru sektaðir „hægri-vinstri“. Ökumönnum finnist of mikið sektað og gangandi finnist ekki nógu mikið gert. Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var fremur ósáttur við svarið og sagði að lögreglan mætti ekki reyna að fara einhvern meðalveg þegar kæmi að lögum. „Munurinn er sá að annar hópurinn er að óska eftir því að það sé ekki gert. Maður skyldi ætla að það vefðist ekki fyrir ykkur á hvort hópinn ætti að hlusta,“ skrifar Gísli.Það hefur færst í vöxt að almennir borgarar sendi inn ábendingar líkt og sést á myndinni til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Umferðarlögin í gildi allan sólahringinn og árið um kring Inntur eftir viðbrögðum segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að umferðarlögin séu í gildi allan sólarhringinn og allt árið um kring. Þó geti komið upp óvenjulegar aðstæður og tímabundið ástand líkt og verið hafa undanfarna daga. Hann segir að lögreglan sjái ávallt til þess að ökutæki sé fjarlægt ef það er hættulegt gangandi vegfarendum, því lagt nálægt gatnamótum eða í veg fyrir gangandi. Ómar Smári segir að lögregla hafi fyrst samband við eiganda bílsins og fari fram á að hann fjarlægi bílinn. Ef ekki náist í eiganda, eða ef hann verður af einhverjum ástæðum ekki við kröfum lögreglunnar, þurfi að láta draga hann í burtu sem hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir eigandann. Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað. Fleiri senda inn ábendingar til lögreglu Ómar Smári segir að í dag sé minni þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann segir að sú þróun sé mjög jákvæð því fólk sé mjög vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem sé lagt ólöglega.
Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00 Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Langt um liðið síðan mælir sýndi svo mikið frost í Reykjavík Einar segir að í logni geti myndast sérstakar aðstæður til myndunar kuldapolla í Víðidal sem jafnharðan gefa sig um leið og hreyfir vind. 1. febrúar 2019 11:00
Notaði drenginn sem sköfu Mikið fannfergi er í Bandaríkjunum um þessar mundir og er frostið að mælast mikið, allt upp í 50 gráðu frost. 1. febrúar 2019 13:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels