Öllum starfsmönnum Hagkaups í Borgarnesi verður sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Verslanir Hagkaups og Bónus í Borgarnesi. Vísir/Jói K. Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar. Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar.
Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40