Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2019 14:00 Aðalfundur Zuism 14. september var samkvæmt auglýsingu haldinn í Borgartúni 22. Þar var kjörin ný stjórn en ekki hefur komið fram hverjir skipa nýju stjórnina. Vísir Hátt í átta milljón króna tap var á rekstri trúfélagsins Zuism í hittifyrra ef marka má árskýrslu sem félagið skilaði yfirvöldum. Óskilgreind útgjöld félagsins fyrir utan rekstrarkostnað námu hátt á fjórða tug milljóna króna. Félagið segist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld en vill ekki upplýsa umfang endurgreiðslnanna. Einn stjórnarmanna félagsins hlaut þungan fangelsisdóm vegna stórfelldra fjársvika í fyrra. Trúfélagið Zuism hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst vegna loforða forráðamanna þess um að þeir endurgreiði félagsmönnum sóknargjöld sem það fær frá ríkinu og deilna um yfirráð í því. Forstöðumaður Zuism hefur verið Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, sem er annar svonefndra Kickstarter-bræðra sem rannsakaðir voru vegna meintra fjárglæpa. Vísir sendi Ágústi Arnari og Zuism ítarlega fyrirspurn um fjármál félagsins í síðustu viku. Hann svaraði henni ekki en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag sagðist hann hafa ákveðið að láta af formennsku. Ný stjórn félagsins sem hafi tekið við um áramótin auglýsi brátt eftir nýjum forstöðumanni. Ekki kom fram hverjir skipa nýju stjórnina en bróðir Ágústs Arnars og mágkona hafa setið í stjórn með honum fram að þessu. Ríkið hefur undanfarin ár greitt Zuism tugi milljóna króna í formi sóknargjalda. Óljóst er hvert þeir fjármunir hafa runnið en trúfélagið virðist heimilislaust og lítið fer fyrir starfsemi þess. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt heldur aðeins fullyrt að þær fari fram. Takmarkaðar upplýsingar um afdrif fjármunanna er að finna í ársskýrslu sem félagið skilaði sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Úr henni má aðeins lesa að gjöld félagsins hafi verið 7,7 milljónum krónum umfram tekjurnar árið 2017. Einar Ágústsson í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna á Kickstarter. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot 35,6 milljónir í „óvenjulega liði“ og dæmdur fjársvikari í stjórn Gerð er grein fyrir sóknargjöldum upp á 31.475.040 krónur í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017. Það er sama upphæð og kemur fram í samantekt Fjársýslu ríkisins á sóknargjöldum einstakra félaga fyrir það ár. Til viðbótar segist félagið hafa haft rúmar 800.000 krónur í „aðrar tekjur“. Enginn launakostnaður er sagður hafa verið til staðar en rekstrarkostnaður félagsins hafi verið um 4,3 milljónir króna. Undir „óvenjulegum liðum“ segjast zúistar hafa greitt 35,6 milljónir í gjöld. Hvorki í gjalda- né tekjuhliðinni reikna zúistar út niðurstöðu rekstrarins. Þá eru eignir félagsins sagðar hafa verið engar árin 2016 og 2017. Trúfélagið fékk greiddar út rúmar 53 milljónir króna í október árið 2017 í sóknargjöld sem Fjársýsla ríkisins hélt eftir frá því í febrúar árið 2016 á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Zuism skilaði ekki ársskýrslu fyrir 2016. Ekki er því hægt að sjá hvað varð um þann hluta sóknargjaldanna sem var fyrir árið 2016. Skýrslan er aðeins eyðublað frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra og enga frekari sundurliðun er að finna á tekjum eða gjöldum félagsins. Þannig er ekkert hægt að ráða um endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna úr skýrslunni eða í hvað milljónir króna hafi í raun runnið. Ágúst Arnar svaraði ekki fyrirspurn Vísis vegna fjármála Zuism. Félagið á að skila ársskýrslu fyrir árið 2018 nú í vor. Samkvæmt uppgjöri Fjársýslu ríkisins fékk Zuism 21,2 milljónir króna í sóknargjöld á nýliðnu ári. Þrír voru sagðir í stjórn félagsins í skýrslunni. Auk Ágústs Arnars er Einar Ágústsson, bróðir hans, og Sóley Rut Magnúsdóttir skráð stjórnarmenn. Ekki kom fram í yfirlýsingu Ágústs Arnars í dag hverjir skipa nýja stjórn félagsins sem á að hafa verið kosin á aðalfundi í september og tekið við um áramót. Aðalfundurinn var auglýstur á heimasíðu Zuism á sínum tíma. Félagið hefur ekki greint frá kosningu nýju stjórnarinnar, hvorki á vefsíðunni né á Facebook-síðu þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ekki fengið neina tilkynningu um breytingu á stjórn Zuism. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið á áttunda tug milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í Héraðsdómi Reykjaness í júní árið 2017. Ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 þar sem Einar var skráður stjórnarmaður var skilað í apríl í fyrra. Dómurinn yfir honum var staðfestur í Landsrétti í nóvember. Eftir því sem Vísir kemst næst er Sóley Rut maki Einars. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/Pjetur Getur verið tilefni til athugasemda Að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, ber skýrsla Zuism fyrir árið 2017 þess einkenni að vera ekki fullnægjandi og engin leið sé að ráða af henni í hvað fjármunum félagsins hafi verið varið. Það geti verið tilefni til athugasemda. Hann vildi þó ekki segja til um hvort að sýslumaður myndi gera það í tilfelli Zuism. „Skýrslan er ekki nógu ítarleg. Það er ekki hægt að lesa neitt úr þessari skýrslu um hvað verður um þessa fjármuni eða reksturinn yfir höfuð,“ segir hann. Langalgengast er að trú- og lífsskoðunarfélög skili ársreikningi eða hluta hans undirrituðum af endurskoðanda, jafnvel þau sem eru með færri félagsmenn en Zuism. Halldór Þormar segir að lög um trú- og lífsskoðunarfélög geri hins vegar ekki kröfu um það, aðeins að félögin skili ítarlegu yfirliti um ráðstöfun fjármuna. Eyðublað sýslumanns sem zúistar skiluðu skýrslu sinni á býður ekki upp á miklar skýringar á fjárhag félagsins. Halldór Þormar segir að það hafi verið útbúið til að einfalda skil trú- og lífsskoðunarfélaga á ársskýrslum sem upp og ofan hafi gengið að fá frá þeim í gegnum tíðina. Ástæðan fyrir því að eyðublaðið sé svo einfalt er sú að lögin gera ekki kröfur um ítarlegri upplýsingar. Spurður að því hvort að algengt sé að trú- og lífsskoðunarfélög skili tapi segir Halldór Þormar það afar sjaldgæft. Það geti helst gerst ef félög standa í fjárfestingum, yfirleitt endurbótum, byggingu eða kaupum á húsnæði. Ekki sé hins vegar hægt að lesa neitt slíkt út úr ársskýrslu Zuism. Þá hefur fangelsisdómurinn yfir Einari Ágústssyni, stjórnarmanni Zuism vegna fjársvika, sem er einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi utan hrunmála, engin áhrif á lagalega stöðu trúfélagsins. Engar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna trúfélaga aðrar en að þeir séu réttilegar kjörnir í lögum um trú- og lífsskoðunarfélög. Ákvæði um forstöðumenn trúfélaga eru ekki mikið strangari. Þeir þurfa aðeins að vera búsettir á Íslandi, vera 25 ára eða eldri og líkamlega og andlega hæfir til að sinna embætti sínu. Aðeins er kveðið á um að þeir megi ekki hafa fyrir dæmdir fyrir brot í opinberu starfi. Ekki er gerð krafa um að þeir hafi ekki gerst sekir um annars konar brot, þar á meðal fjársvik eða kynferðisbrot. „Kröfurnar til forstöðumanns eru mjög litlar, kröfurnar til þeirra sem sitja í stjórn eru hreinlega engar. Þetta er auðvitað mikill galli á lögunum,“ segir Halldór Þormar. Færsla í heimabanka sem einn zúisti fékk í desember. Ekki er ljóst hvernig upphæð endurgreiðslunnar var ákveðin en hún er nokkuð lægri en upphæð sóknargjalda.Skjáskot Einhverjir hafa fengið endurgreiðslu Vísir hefur rætt við félaga í Zuism sem sýndu staðfestingu á að þeim hefðu borist endurgreiðsla á sóknargjöldum frá trúfélaginu upp á 9.310 krónur rétt fyrir jól. Þeir sóttu um endurgreiðsluna á heimasíðu félagsins í nóvember. Hvorugur vildi láta nafns síns getið, meðal annars af ótta við lögfræðilegar hótanir forsvarsmanna Zuism. Óljóst er hvernig fjárhæð endurgreiðslunnar var ákveðin og ekki kemur fram fyrir hvaða tímabil hún er. Sóknargjald ársins 2017 var 920 krónur á mánuði fyrir einstaklinga 16 ára og eldri. Fullt sóknargjald einstaklings fyrir árið var því 11.040 krónur. Fyrir árið 2018 var upphæðin 930 krónur á mánuði, 11.172 krónur fyrir árið. Miðað við það hélt félagið eftir um 15-17% af sóknargjöldum félagsmanna, allt eftir við hvort árið var miðað. Hafi Zuism endurgreitt sóknargjöld allra þeirra sem voru í félaginu árið 2017 hefði félagið haldið að minnsta kosti 4,7 milljónum króna eftir. Það er um fjögur hundruð þúsund krónum meira en rekstrarkostnaður félagsins samkvæmt ársskýrslunni fyrir 2017. Í tilkynningu á vefsíðu Zuism frá 21. desember sagði að búið væri að greiða þeim sem sóttu um endurgreiðslu á sóknargjöldum sínum. Upphæðin var sögð 9.310 krónur. Ekki var tilgreint fyrir hvaða tímabil endurgreiðslan var. Ágúst Arnar svaraði ekki fyrirspurnum Vísis um hversu margir hefðu fengið endurgreitt frá félaginu, hversu hátt hlutfall sóknargjaldanna sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt út og hvað skýri tapið sem varð á rekstri félagsins árið 2017. Zuism endurgreiðir aðeins þeim sem sækja um það á vefsíðu félagsins. Aðeins hefur verið hægt að sækja um endurgreiðslurnar í nokkrar vikur í senn. Annar félagsmannanna í félaginu sem Vísir ræddi við sagðist hafa verið í félaginu frá árinu 2015 en aldrei fengið endurgreitt fyrr en nú. Hann hafi sótt um endurgreiðslu árið 2017 en ekki fengið þar sem umsókn hans hafi borist daginn eftir að umsóknartíminn rann út. Hann hafi aldrei fengið auglýsingar frá félaginu um viðburði eða endurgreiðslur aðrar en það sem birtist á vefsíðu félagsins. Ekkert liggur fyrir um hversu margir félagar í Zuism hafa sótt um endurgreiðslur og hversu mikið af sóknargjöldunum hefur orðið eftir í fjárhirslum félagsins eftir þær endurgreiðslur sem hafa farið fram. Teikning af hofi sem zúistar fullyrða að þeir vilji reisa. Þeir segjast hafa hafið undirbúning að byggingu þess og stofnað sjóð sem félagar geti lagt sóknargjöld sín í til að fjármagna hana.Zuism.is Segjast hafa stofnað sjóð um byggingu musteris Zúistar sóttu um lóð til Reykjavíkurborgar í fyrra en var hafnað. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins í maí kom fram að það hefði lagt fram teikningar að fyrirhuguðu musteri sem það vilji reisa nærri miðborg Reykjavíkur. Vísað var til aðakallandi þarfar fyrir húsnæði undir starfsemi og athafnir í ljósi mikils vaxtar undanfarin ár. Fullyrt var að stjórn trúfélagsins ynni með verkfræðingum, byggingarverktökum og hönnuðum að kostnaðaráætlun og hönnun musterisins. Kom þar einnig fram að stofnaður hefði verið sérstakur sjóður sem ætti að halda utan um fjármál tengd uppbyggingu og viðhaldi musterisins. Vísir hefur ekki fundið neinar frekari heimildir um Zigguratsjóðinn svonefnda, hvorki á vefsíðu Zuism né annars staðar. Engu að síður var fullyrt í tilkynningunni að félagsmönnum yrði boðið að láta sóknargjöld sín renna til sjóðsins og að styrkja hann með framlögum. Nýr hópur vildi mótmæla lagaumhverfi trúfélaga Það var í byrjun árs 2013 sem innanríkisráðuneytið samþykkti að Zuism fengi skráningu sem trúfélag. Stofnendur félagsins voru Ágúst Arnar, bróðir hans Einar og Ólafur Helgi Þorgrímsson sem var fyrsti forstöðumaður þess. Zuism var sagt byggjast á fornum trúarbrögðum Súmera. Ólafur Helgi óskaði eftir því að vera afskráður sem stjórnandi félagsins í febrúar árið 2014. Hann vildi ekki tjá sig við Vísi í nóvember en sagðist ekki tengjast félaginu í dag. Ágúst Arnar er síðan skráður forstöðumaður í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2014. Starfsemi Zuism virðist þó hafa verið lítil og ætlaði sýslumaður því að afskrá félagið. Áður auglýsti hann eftir aðstandendum félagsins. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum, sem sá sér leik á borði að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Hópurinn var upphaflega viðurkenndur sem forráðamenn Zuism árið 2015 og lofaði hann í kjölfarið því að endurgreiða félagsmönnum sínum sóknargjöld sem ríkið leggur trú- og lífsskoðunarfélögum til á grundvelli félagafjölda. Virðist það hafa átt að vera gjörningur til að andæfa sóknargjaldafyrirkomulaginu. Nýir félagsmenn þyrptust að og varð Zuism á skömmum tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með rúmlega þrjú þúsund félaga þegar mest lét árið 2016. Þegar ljóst var að Zuism ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjaldanna steig Ágúst Arnar fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu sem hann stofnaði væru viðurkennd. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á endanum að hann væri réttmætur forstöðumaður Zuism í október árið 2017. Greiddi Fjársýsla ríkisins Zuism þá út um 53 milljónir króna sem hún hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar segir það aldrei hafa haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Á fjórða tug samkoma sem engar heimildir finnast um Ágúst Arnar tók yfir loforð hópsins um endurgreiðslur á sóknargjöldum sem hafði fjölgað svo mjög í félaginu. Auglýsti hann eftir umsóknum sem opið var fyrir tímabundið árið 2017 og aftur í fyrra. Hann hefur hins vegar aldrei viljað opinbera hversu margir zúistar hafi fengið sóknargjöld sín endurgreidd með þessum hætti né hversu mikið af þeim hafi verið greitt út. Vísir hefur ítrekað leitað eftir viðtali og upplýsingum frá Ágústi Arnari en hann hefur ýmist ekki svarað þeim eða hafnað í gegnum millilið. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér fyrir hönd Zuism eftir fyrri umfjöllun Vísis seint á síðasta ári fullyrti hann að „endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima [fóru] fram á síðasta ári líkt og lofað hafði verið“. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 er fullyrt að 36 „reglulegar samkomur“ hafi farið fram á vegum Zuism á því ári. Engar upplýsingar er að finna um staði eða stund viðburða á vegum félagsins á vefsíðu eða Facebook-síðu Zuism. Í færslu frá því í febrúar í fyrra er aðeins fullyrt að vinsælasti viðburður þess sé „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittist til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Félagið segist ekki hafa komið að neinum hjónavígslum né öðrum athöfnum árið 2017 samkvæmt ársskýrslunni. Í fyrrnefndri yfirlýsingu Ágústs Arnars í vetur fullyrti hann að félagið hefði framkvæmt „ýmsar vígsluathafnir, eins og brúðkaup og skírnir á síðustu vikum“. Vísi hefur ekki tekist að staðfesta þær fullyrðingar. Í yfirlýsingu sinni um að hann væri hættur sem forstöðumaður vísaði Ágúst Arnar enn til athafna sem hann segist hafa stjórnað fyrir hönd félagsins. RH16 ehf. er skráð að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Hann auglýsti aðalfund Zuism þar í september.Vísir/Vilhelm Aldrei verið til húsa þar sem félagið er skráð Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b í Árbæ í Reykjavík í árskýrslunni fyrir árið 2017, í fyrirtækjaskrá og á Já.is en hefur aldrei verið þar til húsa né haldið úti starfsemi. Farsímanúmer sem gefið er upp fyrir Zuism á Já.is er ekki virkt. Eini viðburðurinn með ákveðinn stað og stund sem Vísi tókst að finna upplýsingar um var aðalfundur Zuism sem auglýstur var að Borgartúni 22 14. september. Zuism er ekki skráð þar til húsa en þar leigir hins vegar RH16 ehf., einkahlutafélag Ágústs Arnars, skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands. Aðalfundurinn var auglýstur með átta daga fyrirvara og aðeins á vefsíðu Zuism. Hann var ekki auglýstur á Facebook-síðu félagsins. Fundurinn á að hafa farið fram klukkan 13:00 á föstudegi. RH16 var áður skráð með lögheimili að Nethyl en hét þá Janulus. Það er félag sem Ágúst Arnar og Einar bróðir hans notuðu í söfnun á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter fyrir vindmylluverkefnini Trinity sem vakti mikla athygli árið 2015. Þeir höfðu safnað hátt í tuttugu milljónum króna þegar Kickstarter lokaði söfnuninni í skugga frétta um að bræðurnir væru til rannsóknar sérstaks saksóknara. Kickstarter sagði Vísi í skriflegu svari við fyrirspurn að fyrirtækið gæti ekki upplýst um ástæður þess að söfnun bræðranna var lokað vegna þess að það hefði átt í samstarfi við „löggæsluyfirvöld“. Ágúst Arnar fékk opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni upp á tæpa eina og hálfa milljón króna frá Tækniþróunarsjóði í fyrra. Vísir hefur áður sagt frá því að ráðgjafi sem Ágúst Arnar nefndi „ómetanlegan“ í umsókn sinni hafi hvergi komið nálægt verkefninu. Um sama leyti og styrkurinn var veittur RH16, félagi Ágústs Arnars, birti Morgunblaðið frétt um að kínverska fyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt á Trinity-vindmyllunni sem Ágúst Arnar og Einar söfnuðu fyrir á Kickstarter. Evelyn Lai, talskona Goldwind, hefur ítrekað staðfest við Vísi að þau viðskipti hafi aldrei átt sér stað og að fyrirtækið hafi aldrei átt í samstarfi við RH16. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér fyrir hönd RH16 eftir umfjöllun Vísis í desember fullyrti hann að hafa átt í samvinnu við mann að nafni Li Qi sem hafi „kynnt sig sem starfsmann Goldwind“ frá því í ágúst árið 2017. Í gegnum millilið sendi Ágúst Arnar blaðamanni skjáskot af tölvupósti sem átti að vera frá Li með ummælum sem höfð voru eftir honum í Morgunblaðinu. Búið var að má yfir notendanafn í tölvupóstfangi en lénið var lén Goldwind. Talskona Goldwind staðfesti aftur að fyrirtækið hefði ekki átt í neinu samstarfi við RH16 þegar Vísir bar póstinn undir hana og vissi ekki til þess að nokkur hefði gert það í nafni þess.. Jafnframt sendi Ágúst Arnar í gegnum sama millilið skjáskot af því sem átti að vera færsla á greiðsluvefnum Paypal frá Li Qi vegna hugréttar á Trinity. Búið var að má yfir upphæðir og viðtakanda fjárins. Vísir getur ekki staðfest lögmæti skjáskotsins. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hátt í átta milljón króna tap var á rekstri trúfélagsins Zuism í hittifyrra ef marka má árskýrslu sem félagið skilaði yfirvöldum. Óskilgreind útgjöld félagsins fyrir utan rekstrarkostnað námu hátt á fjórða tug milljóna króna. Félagið segist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld en vill ekki upplýsa umfang endurgreiðslnanna. Einn stjórnarmanna félagsins hlaut þungan fangelsisdóm vegna stórfelldra fjársvika í fyrra. Trúfélagið Zuism hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst vegna loforða forráðamanna þess um að þeir endurgreiði félagsmönnum sóknargjöld sem það fær frá ríkinu og deilna um yfirráð í því. Forstöðumaður Zuism hefur verið Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, sem er annar svonefndra Kickstarter-bræðra sem rannsakaðir voru vegna meintra fjárglæpa. Vísir sendi Ágústi Arnari og Zuism ítarlega fyrirspurn um fjármál félagsins í síðustu viku. Hann svaraði henni ekki en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag sagðist hann hafa ákveðið að láta af formennsku. Ný stjórn félagsins sem hafi tekið við um áramótin auglýsi brátt eftir nýjum forstöðumanni. Ekki kom fram hverjir skipa nýju stjórnina en bróðir Ágústs Arnars og mágkona hafa setið í stjórn með honum fram að þessu. Ríkið hefur undanfarin ár greitt Zuism tugi milljóna króna í formi sóknargjalda. Óljóst er hvert þeir fjármunir hafa runnið en trúfélagið virðist heimilislaust og lítið fer fyrir starfsemi þess. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt heldur aðeins fullyrt að þær fari fram. Takmarkaðar upplýsingar um afdrif fjármunanna er að finna í ársskýrslu sem félagið skilaði sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Úr henni má aðeins lesa að gjöld félagsins hafi verið 7,7 milljónum krónum umfram tekjurnar árið 2017. Einar Ágústsson í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna á Kickstarter. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot 35,6 milljónir í „óvenjulega liði“ og dæmdur fjársvikari í stjórn Gerð er grein fyrir sóknargjöldum upp á 31.475.040 krónur í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017. Það er sama upphæð og kemur fram í samantekt Fjársýslu ríkisins á sóknargjöldum einstakra félaga fyrir það ár. Til viðbótar segist félagið hafa haft rúmar 800.000 krónur í „aðrar tekjur“. Enginn launakostnaður er sagður hafa verið til staðar en rekstrarkostnaður félagsins hafi verið um 4,3 milljónir króna. Undir „óvenjulegum liðum“ segjast zúistar hafa greitt 35,6 milljónir í gjöld. Hvorki í gjalda- né tekjuhliðinni reikna zúistar út niðurstöðu rekstrarins. Þá eru eignir félagsins sagðar hafa verið engar árin 2016 og 2017. Trúfélagið fékk greiddar út rúmar 53 milljónir króna í október árið 2017 í sóknargjöld sem Fjársýsla ríkisins hélt eftir frá því í febrúar árið 2016 á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Zuism skilaði ekki ársskýrslu fyrir 2016. Ekki er því hægt að sjá hvað varð um þann hluta sóknargjaldanna sem var fyrir árið 2016. Skýrslan er aðeins eyðublað frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra og enga frekari sundurliðun er að finna á tekjum eða gjöldum félagsins. Þannig er ekkert hægt að ráða um endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna úr skýrslunni eða í hvað milljónir króna hafi í raun runnið. Ágúst Arnar svaraði ekki fyrirspurn Vísis vegna fjármála Zuism. Félagið á að skila ársskýrslu fyrir árið 2018 nú í vor. Samkvæmt uppgjöri Fjársýslu ríkisins fékk Zuism 21,2 milljónir króna í sóknargjöld á nýliðnu ári. Þrír voru sagðir í stjórn félagsins í skýrslunni. Auk Ágústs Arnars er Einar Ágústsson, bróðir hans, og Sóley Rut Magnúsdóttir skráð stjórnarmenn. Ekki kom fram í yfirlýsingu Ágústs Arnars í dag hverjir skipa nýja stjórn félagsins sem á að hafa verið kosin á aðalfundi í september og tekið við um áramót. Aðalfundurinn var auglýstur á heimasíðu Zuism á sínum tíma. Félagið hefur ekki greint frá kosningu nýju stjórnarinnar, hvorki á vefsíðunni né á Facebook-síðu þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ekki fengið neina tilkynningu um breytingu á stjórn Zuism. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið á áttunda tug milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í Héraðsdómi Reykjaness í júní árið 2017. Ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 þar sem Einar var skráður stjórnarmaður var skilað í apríl í fyrra. Dómurinn yfir honum var staðfestur í Landsrétti í nóvember. Eftir því sem Vísir kemst næst er Sóley Rut maki Einars. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/Pjetur Getur verið tilefni til athugasemda Að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, ber skýrsla Zuism fyrir árið 2017 þess einkenni að vera ekki fullnægjandi og engin leið sé að ráða af henni í hvað fjármunum félagsins hafi verið varið. Það geti verið tilefni til athugasemda. Hann vildi þó ekki segja til um hvort að sýslumaður myndi gera það í tilfelli Zuism. „Skýrslan er ekki nógu ítarleg. Það er ekki hægt að lesa neitt úr þessari skýrslu um hvað verður um þessa fjármuni eða reksturinn yfir höfuð,“ segir hann. Langalgengast er að trú- og lífsskoðunarfélög skili ársreikningi eða hluta hans undirrituðum af endurskoðanda, jafnvel þau sem eru með færri félagsmenn en Zuism. Halldór Þormar segir að lög um trú- og lífsskoðunarfélög geri hins vegar ekki kröfu um það, aðeins að félögin skili ítarlegu yfirliti um ráðstöfun fjármuna. Eyðublað sýslumanns sem zúistar skiluðu skýrslu sinni á býður ekki upp á miklar skýringar á fjárhag félagsins. Halldór Þormar segir að það hafi verið útbúið til að einfalda skil trú- og lífsskoðunarfélaga á ársskýrslum sem upp og ofan hafi gengið að fá frá þeim í gegnum tíðina. Ástæðan fyrir því að eyðublaðið sé svo einfalt er sú að lögin gera ekki kröfur um ítarlegri upplýsingar. Spurður að því hvort að algengt sé að trú- og lífsskoðunarfélög skili tapi segir Halldór Þormar það afar sjaldgæft. Það geti helst gerst ef félög standa í fjárfestingum, yfirleitt endurbótum, byggingu eða kaupum á húsnæði. Ekki sé hins vegar hægt að lesa neitt slíkt út úr ársskýrslu Zuism. Þá hefur fangelsisdómurinn yfir Einari Ágústssyni, stjórnarmanni Zuism vegna fjársvika, sem er einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi utan hrunmála, engin áhrif á lagalega stöðu trúfélagsins. Engar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna trúfélaga aðrar en að þeir séu réttilegar kjörnir í lögum um trú- og lífsskoðunarfélög. Ákvæði um forstöðumenn trúfélaga eru ekki mikið strangari. Þeir þurfa aðeins að vera búsettir á Íslandi, vera 25 ára eða eldri og líkamlega og andlega hæfir til að sinna embætti sínu. Aðeins er kveðið á um að þeir megi ekki hafa fyrir dæmdir fyrir brot í opinberu starfi. Ekki er gerð krafa um að þeir hafi ekki gerst sekir um annars konar brot, þar á meðal fjársvik eða kynferðisbrot. „Kröfurnar til forstöðumanns eru mjög litlar, kröfurnar til þeirra sem sitja í stjórn eru hreinlega engar. Þetta er auðvitað mikill galli á lögunum,“ segir Halldór Þormar. Færsla í heimabanka sem einn zúisti fékk í desember. Ekki er ljóst hvernig upphæð endurgreiðslunnar var ákveðin en hún er nokkuð lægri en upphæð sóknargjalda.Skjáskot Einhverjir hafa fengið endurgreiðslu Vísir hefur rætt við félaga í Zuism sem sýndu staðfestingu á að þeim hefðu borist endurgreiðsla á sóknargjöldum frá trúfélaginu upp á 9.310 krónur rétt fyrir jól. Þeir sóttu um endurgreiðsluna á heimasíðu félagsins í nóvember. Hvorugur vildi láta nafns síns getið, meðal annars af ótta við lögfræðilegar hótanir forsvarsmanna Zuism. Óljóst er hvernig fjárhæð endurgreiðslunnar var ákveðin og ekki kemur fram fyrir hvaða tímabil hún er. Sóknargjald ársins 2017 var 920 krónur á mánuði fyrir einstaklinga 16 ára og eldri. Fullt sóknargjald einstaklings fyrir árið var því 11.040 krónur. Fyrir árið 2018 var upphæðin 930 krónur á mánuði, 11.172 krónur fyrir árið. Miðað við það hélt félagið eftir um 15-17% af sóknargjöldum félagsmanna, allt eftir við hvort árið var miðað. Hafi Zuism endurgreitt sóknargjöld allra þeirra sem voru í félaginu árið 2017 hefði félagið haldið að minnsta kosti 4,7 milljónum króna eftir. Það er um fjögur hundruð þúsund krónum meira en rekstrarkostnaður félagsins samkvæmt ársskýrslunni fyrir 2017. Í tilkynningu á vefsíðu Zuism frá 21. desember sagði að búið væri að greiða þeim sem sóttu um endurgreiðslu á sóknargjöldum sínum. Upphæðin var sögð 9.310 krónur. Ekki var tilgreint fyrir hvaða tímabil endurgreiðslan var. Ágúst Arnar svaraði ekki fyrirspurnum Vísis um hversu margir hefðu fengið endurgreitt frá félaginu, hversu hátt hlutfall sóknargjaldanna sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt út og hvað skýri tapið sem varð á rekstri félagsins árið 2017. Zuism endurgreiðir aðeins þeim sem sækja um það á vefsíðu félagsins. Aðeins hefur verið hægt að sækja um endurgreiðslurnar í nokkrar vikur í senn. Annar félagsmannanna í félaginu sem Vísir ræddi við sagðist hafa verið í félaginu frá árinu 2015 en aldrei fengið endurgreitt fyrr en nú. Hann hafi sótt um endurgreiðslu árið 2017 en ekki fengið þar sem umsókn hans hafi borist daginn eftir að umsóknartíminn rann út. Hann hafi aldrei fengið auglýsingar frá félaginu um viðburði eða endurgreiðslur aðrar en það sem birtist á vefsíðu félagsins. Ekkert liggur fyrir um hversu margir félagar í Zuism hafa sótt um endurgreiðslur og hversu mikið af sóknargjöldunum hefur orðið eftir í fjárhirslum félagsins eftir þær endurgreiðslur sem hafa farið fram. Teikning af hofi sem zúistar fullyrða að þeir vilji reisa. Þeir segjast hafa hafið undirbúning að byggingu þess og stofnað sjóð sem félagar geti lagt sóknargjöld sín í til að fjármagna hana.Zuism.is Segjast hafa stofnað sjóð um byggingu musteris Zúistar sóttu um lóð til Reykjavíkurborgar í fyrra en var hafnað. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins í maí kom fram að það hefði lagt fram teikningar að fyrirhuguðu musteri sem það vilji reisa nærri miðborg Reykjavíkur. Vísað var til aðakallandi þarfar fyrir húsnæði undir starfsemi og athafnir í ljósi mikils vaxtar undanfarin ár. Fullyrt var að stjórn trúfélagsins ynni með verkfræðingum, byggingarverktökum og hönnuðum að kostnaðaráætlun og hönnun musterisins. Kom þar einnig fram að stofnaður hefði verið sérstakur sjóður sem ætti að halda utan um fjármál tengd uppbyggingu og viðhaldi musterisins. Vísir hefur ekki fundið neinar frekari heimildir um Zigguratsjóðinn svonefnda, hvorki á vefsíðu Zuism né annars staðar. Engu að síður var fullyrt í tilkynningunni að félagsmönnum yrði boðið að láta sóknargjöld sín renna til sjóðsins og að styrkja hann með framlögum. Nýr hópur vildi mótmæla lagaumhverfi trúfélaga Það var í byrjun árs 2013 sem innanríkisráðuneytið samþykkti að Zuism fengi skráningu sem trúfélag. Stofnendur félagsins voru Ágúst Arnar, bróðir hans Einar og Ólafur Helgi Þorgrímsson sem var fyrsti forstöðumaður þess. Zuism var sagt byggjast á fornum trúarbrögðum Súmera. Ólafur Helgi óskaði eftir því að vera afskráður sem stjórnandi félagsins í febrúar árið 2014. Hann vildi ekki tjá sig við Vísi í nóvember en sagðist ekki tengjast félaginu í dag. Ágúst Arnar er síðan skráður forstöðumaður í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2014. Starfsemi Zuism virðist þó hafa verið lítil og ætlaði sýslumaður því að afskrá félagið. Áður auglýsti hann eftir aðstandendum félagsins. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum, sem sá sér leik á borði að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Hópurinn var upphaflega viðurkenndur sem forráðamenn Zuism árið 2015 og lofaði hann í kjölfarið því að endurgreiða félagsmönnum sínum sóknargjöld sem ríkið leggur trú- og lífsskoðunarfélögum til á grundvelli félagafjölda. Virðist það hafa átt að vera gjörningur til að andæfa sóknargjaldafyrirkomulaginu. Nýir félagsmenn þyrptust að og varð Zuism á skömmum tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með rúmlega þrjú þúsund félaga þegar mest lét árið 2016. Þegar ljóst var að Zuism ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjaldanna steig Ágúst Arnar fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu sem hann stofnaði væru viðurkennd. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á endanum að hann væri réttmætur forstöðumaður Zuism í október árið 2017. Greiddi Fjársýsla ríkisins Zuism þá út um 53 milljónir króna sem hún hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar segir það aldrei hafa haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Á fjórða tug samkoma sem engar heimildir finnast um Ágúst Arnar tók yfir loforð hópsins um endurgreiðslur á sóknargjöldum sem hafði fjölgað svo mjög í félaginu. Auglýsti hann eftir umsóknum sem opið var fyrir tímabundið árið 2017 og aftur í fyrra. Hann hefur hins vegar aldrei viljað opinbera hversu margir zúistar hafi fengið sóknargjöld sín endurgreidd með þessum hætti né hversu mikið af þeim hafi verið greitt út. Vísir hefur ítrekað leitað eftir viðtali og upplýsingum frá Ágústi Arnari en hann hefur ýmist ekki svarað þeim eða hafnað í gegnum millilið. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér fyrir hönd Zuism eftir fyrri umfjöllun Vísis seint á síðasta ári fullyrti hann að „endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima [fóru] fram á síðasta ári líkt og lofað hafði verið“. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 er fullyrt að 36 „reglulegar samkomur“ hafi farið fram á vegum Zuism á því ári. Engar upplýsingar er að finna um staði eða stund viðburða á vegum félagsins á vefsíðu eða Facebook-síðu Zuism. Í færslu frá því í febrúar í fyrra er aðeins fullyrt að vinsælasti viðburður þess sé „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittist til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Félagið segist ekki hafa komið að neinum hjónavígslum né öðrum athöfnum árið 2017 samkvæmt ársskýrslunni. Í fyrrnefndri yfirlýsingu Ágústs Arnars í vetur fullyrti hann að félagið hefði framkvæmt „ýmsar vígsluathafnir, eins og brúðkaup og skírnir á síðustu vikum“. Vísi hefur ekki tekist að staðfesta þær fullyrðingar. Í yfirlýsingu sinni um að hann væri hættur sem forstöðumaður vísaði Ágúst Arnar enn til athafna sem hann segist hafa stjórnað fyrir hönd félagsins. RH16 ehf. er skráð að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Hann auglýsti aðalfund Zuism þar í september.Vísir/Vilhelm Aldrei verið til húsa þar sem félagið er skráð Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b í Árbæ í Reykjavík í árskýrslunni fyrir árið 2017, í fyrirtækjaskrá og á Já.is en hefur aldrei verið þar til húsa né haldið úti starfsemi. Farsímanúmer sem gefið er upp fyrir Zuism á Já.is er ekki virkt. Eini viðburðurinn með ákveðinn stað og stund sem Vísi tókst að finna upplýsingar um var aðalfundur Zuism sem auglýstur var að Borgartúni 22 14. september. Zuism er ekki skráð þar til húsa en þar leigir hins vegar RH16 ehf., einkahlutafélag Ágústs Arnars, skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands. Aðalfundurinn var auglýstur með átta daga fyrirvara og aðeins á vefsíðu Zuism. Hann var ekki auglýstur á Facebook-síðu félagsins. Fundurinn á að hafa farið fram klukkan 13:00 á föstudegi. RH16 var áður skráð með lögheimili að Nethyl en hét þá Janulus. Það er félag sem Ágúst Arnar og Einar bróðir hans notuðu í söfnun á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter fyrir vindmylluverkefnini Trinity sem vakti mikla athygli árið 2015. Þeir höfðu safnað hátt í tuttugu milljónum króna þegar Kickstarter lokaði söfnuninni í skugga frétta um að bræðurnir væru til rannsóknar sérstaks saksóknara. Kickstarter sagði Vísi í skriflegu svari við fyrirspurn að fyrirtækið gæti ekki upplýst um ástæður þess að söfnun bræðranna var lokað vegna þess að það hefði átt í samstarfi við „löggæsluyfirvöld“. Ágúst Arnar fékk opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni upp á tæpa eina og hálfa milljón króna frá Tækniþróunarsjóði í fyrra. Vísir hefur áður sagt frá því að ráðgjafi sem Ágúst Arnar nefndi „ómetanlegan“ í umsókn sinni hafi hvergi komið nálægt verkefninu. Um sama leyti og styrkurinn var veittur RH16, félagi Ágústs Arnars, birti Morgunblaðið frétt um að kínverska fyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt á Trinity-vindmyllunni sem Ágúst Arnar og Einar söfnuðu fyrir á Kickstarter. Evelyn Lai, talskona Goldwind, hefur ítrekað staðfest við Vísi að þau viðskipti hafi aldrei átt sér stað og að fyrirtækið hafi aldrei átt í samstarfi við RH16. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér fyrir hönd RH16 eftir umfjöllun Vísis í desember fullyrti hann að hafa átt í samvinnu við mann að nafni Li Qi sem hafi „kynnt sig sem starfsmann Goldwind“ frá því í ágúst árið 2017. Í gegnum millilið sendi Ágúst Arnar blaðamanni skjáskot af tölvupósti sem átti að vera frá Li með ummælum sem höfð voru eftir honum í Morgunblaðinu. Búið var að má yfir notendanafn í tölvupóstfangi en lénið var lén Goldwind. Talskona Goldwind staðfesti aftur að fyrirtækið hefði ekki átt í neinu samstarfi við RH16 þegar Vísir bar póstinn undir hana og vissi ekki til þess að nokkur hefði gert það í nafni þess.. Jafnframt sendi Ágúst Arnar í gegnum sama millilið skjáskot af því sem átti að vera færsla á greiðsluvefnum Paypal frá Li Qi vegna hugréttar á Trinity. Búið var að má yfir upphæðir og viðtakanda fjárins. Vísir getur ekki staðfest lögmæti skjáskotsins.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15