Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum

Agnar Már Másson skrifar
Fjöldi viðbragðsaðila var ræstur út.
Fjöldi viðbragðsaðila var ræstur út. Aðsend

Fjöldi slökkviliðsmanna var ræstur út um klukkan 18 í kvöld að fjölbýli við Einivelli í Vallahverfi í Hafnarfriði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem reyndist ekki eins mikill og við var búist, að sögn slökkviliðs.

Björn Ingi Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Samkvæmt útkalli hafi mikill reykur verið í húsnæðinu en Björn segir að reykurinn hafi ekki reynst eins mikill og við var búist. Greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.

Sjónarvottur segist við Vísi hafa séð tvo slökkviliðbíla og þrjá lögreglubíla á vettvangi. 

Af vettvangi.Aðsend

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×