Páll losaði sig við yfir þrjátíu kíló og geðlyfin með dáleiðslu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 14:30 Páll er í skýjunum með árangurinn. Sjónvarpskonan Vala Matt fór í gærkvöld í þættinum Íslandi í dag og heimsótti dáleiðarann Jón Víðis Jakobsson sem hefur verið að hjálpa fólki að sigrast á ýmsum vandamálum og meðal annars hjálpa fólki við að grennast. Það kom í ljós að margir af hans kúnnum hafa losnað við ótrúlegan fjölda kílóa. Hann grenntist sjálfur um 30 kíló með dáleiðslu og hefur haldið sér á réttu róli eftir það. Einnig hefur hann hjálpað Páli Árnasyni að grennast um 32 kíló og hans magnaða reynslusaga er alveg ótrúleg en Páll var með sykursýki 2 og hefur nú getað minnkað sykursýkislyfin um helming í samráði við lækni. En mesta gleði Páls er að nú þarf hann ekki lengur að taka þunglyndislyfin sem hann hefur verið á undanfarin 13 ár og allt í samráði við lækna og það finnst honum mesti sigurinn. Og hann er himinlifandi yfir árangrinum í dag. „Ég hef létt mig um 32 kíló á tíu mánuðum,“ segir Páll Árnason. „Ég ákvað að fara læra dáleiðslu í Dáleiðsluskóla Íslands og þar kynntist ég Jóni. Hann ákvað að leyfa mér að prófa þessa sýndarmagabands aðgerð hjá sér. Ég ákvað að þiggja það og hitti hann í tvö skipti ef þeim þremur sem hann býður upp á, en þetta virkaði svo vel fyrir mig.“ Páll segir að í kjölfarið hafi hann byrjað að borða miklu minna. „Ég borðaði bara þrjár máltíðir á dag og bara einu sinni á diskinn. Ég breytti engu öðru og ef mér langar í sælgæti, þá fæ ég mér bara sælgæti. Ég breytti engu í mataræðinu nema bara ég borða minna af öllu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Sjónvarpskonan Vala Matt fór í gærkvöld í þættinum Íslandi í dag og heimsótti dáleiðarann Jón Víðis Jakobsson sem hefur verið að hjálpa fólki að sigrast á ýmsum vandamálum og meðal annars hjálpa fólki við að grennast. Það kom í ljós að margir af hans kúnnum hafa losnað við ótrúlegan fjölda kílóa. Hann grenntist sjálfur um 30 kíló með dáleiðslu og hefur haldið sér á réttu róli eftir það. Einnig hefur hann hjálpað Páli Árnasyni að grennast um 32 kíló og hans magnaða reynslusaga er alveg ótrúleg en Páll var með sykursýki 2 og hefur nú getað minnkað sykursýkislyfin um helming í samráði við lækni. En mesta gleði Páls er að nú þarf hann ekki lengur að taka þunglyndislyfin sem hann hefur verið á undanfarin 13 ár og allt í samráði við lækna og það finnst honum mesti sigurinn. Og hann er himinlifandi yfir árangrinum í dag. „Ég hef létt mig um 32 kíló á tíu mánuðum,“ segir Páll Árnason. „Ég ákvað að fara læra dáleiðslu í Dáleiðsluskóla Íslands og þar kynntist ég Jóni. Hann ákvað að leyfa mér að prófa þessa sýndarmagabands aðgerð hjá sér. Ég ákvað að þiggja það og hitti hann í tvö skipti ef þeim þremur sem hann býður upp á, en þetta virkaði svo vel fyrir mig.“ Páll segir að í kjölfarið hafi hann byrjað að borða miklu minna. „Ég borðaði bara þrjár máltíðir á dag og bara einu sinni á diskinn. Ég breytti engu öðru og ef mér langar í sælgæti, þá fæ ég mér bara sælgæti. Ég breytti engu í mataræðinu nema bara ég borða minna af öllu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein