Kynnisferðir auglýsa rými í BSÍ til leigu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 400 fermetrar í BSÍ eru til leigu. Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira