Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 18:45 Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán. Neytendur Smálán Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán.
Neytendur Smálán Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira