Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 17:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðun þessi byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minnisblað frá Hafrannsóknastofnun, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta minnisblað frá Hafrannsóknastofnun hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018 til 2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu. Ráðgjöf sína byggir stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (IWC), sem er eitt það varfærnasta sem þróað hefur verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum. Síðan hvalatalningar hófust 1987 hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 var fjöldinn á skilgreindu stofnsvæði metinn um 37 þúsund dýr sem jafngildir um þreföldun frá 1987. Í tilkynningunni segir að hrefnu hefur fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Ekki er þó talið að stofninn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðuframboðs hér á sumrin. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tekur tillit til þessarar þróunar í útbreiðslu hrefnustofnsins. Í fyrrgreindu minnisblaði Hafrannsóknastofnunar er vísað til þess að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæðisbundinn válista fyrir íslensk spendýr, þar sem beitt er sömu viðmiðum og á heimslista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (IUCN). Þar flokkast langreyður sem „ekki í hættu“ sem staðfestir enn frekar gott ástand stofnsins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sandreyði og hnúfubak, auk smærri tannhvala. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðun þessi byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minnisblað frá Hafrannsóknastofnun, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta minnisblað frá Hafrannsóknastofnun hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018 til 2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu. Ráðgjöf sína byggir stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (IWC), sem er eitt það varfærnasta sem þróað hefur verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum. Síðan hvalatalningar hófust 1987 hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 var fjöldinn á skilgreindu stofnsvæði metinn um 37 þúsund dýr sem jafngildir um þreföldun frá 1987. Í tilkynningunni segir að hrefnu hefur fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Ekki er þó talið að stofninn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðuframboðs hér á sumrin. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tekur tillit til þessarar þróunar í útbreiðslu hrefnustofnsins. Í fyrrgreindu minnisblaði Hafrannsóknastofnunar er vísað til þess að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæðisbundinn válista fyrir íslensk spendýr, þar sem beitt er sömu viðmiðum og á heimslista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (IUCN). Þar flokkast langreyður sem „ekki í hættu“ sem staðfestir enn frekar gott ástand stofnsins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sandreyði og hnúfubak, auk smærri tannhvala.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira