Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:50 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37
Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45
Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent