Líklegt að fjölmörg ríki kæri neyðarástand Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 15:34 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17