Líklegt að fjölmörg ríki kæri neyðarástand Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 15:34 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17