Zola: Sarri í sömu vandræðum og Pep var í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 16:00 Maurizio Sarri og Pep Guardiola. Getty/Alex Livesey Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira