Kaepernick vill enn spila í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2019 23:30 Kaepernick er kominn inn úr kuldanum. vísir/getty Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni. Kaepernick náði nokkuð óvænt sáttum við deildina um helgina. Það sem er kannski enn óvæntara er að ekki var neitt gefið upp um sáttina og málsaðilar munu ekki tjá sig frekar um hana. Þó er nokkuð víst að NFL-deildin þurfti að galopna veskið til þess að þagga niður í fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. Strax daginn eftir sagði lögfræðingur hans að Kaepernick vildi komast aftur í deildina. Það sem meira er þá taldi hann upp líkleg lið fyrir skjólstæðing sinn. Þau eru Carolina Panthers og New England Patriots. Hjá Panthers myndi Kaepernick hitta Eric Reid sem einnig stóð í deilum við deildina og gekk frá sínu máli á sama tíma og leikstjórnandinn. Ekkert er heldur gefið upp um hans sátt. Kaepernick hætti í deildinni eftir tímabilið 2017 og ekkert félag samdi við hann eftir það. Þá fór hann í mál og sakaði eigendur liðanna um að hafa ákveðið sín á milli að halda honum utan deildarinnar. Ástæðan sú að Kaepernick stóð fyrir mótmælum fyrir leiki með því að fara niður á hné meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Með því vildi hann mótmæla misrétti í Bandaríkjunum. NFL Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00 Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni. Kaepernick náði nokkuð óvænt sáttum við deildina um helgina. Það sem er kannski enn óvæntara er að ekki var neitt gefið upp um sáttina og málsaðilar munu ekki tjá sig frekar um hana. Þó er nokkuð víst að NFL-deildin þurfti að galopna veskið til þess að þagga niður í fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. Strax daginn eftir sagði lögfræðingur hans að Kaepernick vildi komast aftur í deildina. Það sem meira er þá taldi hann upp líkleg lið fyrir skjólstæðing sinn. Þau eru Carolina Panthers og New England Patriots. Hjá Panthers myndi Kaepernick hitta Eric Reid sem einnig stóð í deilum við deildina og gekk frá sínu máli á sama tíma og leikstjórnandinn. Ekkert er heldur gefið upp um hans sátt. Kaepernick hætti í deildinni eftir tímabilið 2017 og ekkert félag samdi við hann eftir það. Þá fór hann í mál og sakaði eigendur liðanna um að hafa ákveðið sín á milli að halda honum utan deildarinnar. Ástæðan sú að Kaepernick stóð fyrir mótmælum fyrir leiki með því að fara niður á hné meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Með því vildi hann mótmæla misrétti í Bandaríkjunum.
NFL Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00 Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30
Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00
Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30
Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30