Þyngist um tvö kíló á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 19:45 Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels