Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 12:45 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála og barna fór yfir stöðu helstu mála í pólitíkinni á opnum fundi á Hellu í gær. Magnús Hlynur Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar. Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar.
Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira