Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 12:45 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála og barna fór yfir stöðu helstu mála í pólitíkinni á opnum fundi á Hellu í gær. Magnús Hlynur Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar. Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar.
Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira