Vill ekki vanrækja bandamenn lengur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2019 10:00 Vel fór á með utanríkisráðherrunum Mike Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð. Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð.
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira